Skip to content Skip to footer

Rauðrófu smoothie

Rauðrófu smoothie er með því hollara sem þú lætur ofan í þig. Þessi smoothie saman stendur af appelsínu, gulrót, forsoðinni rauðrófu engifer, banana og svo hafraskyri til að gefa prótein og mjúka áferð.

Smoothie-inn er fullur af góðri næringu og er virkilega bragðgóður og einstaklega fallegur.

Rauðrófur hafa lengi verið þekktar fyrir hversu hollar þær eru. Þær eru ríkar af trefjum, folat (B9-vítamín), magnesium, járni, C-vítamíni til dæmis. Þær eru taldar hafa marga ávinninga fyrir heilsuna eins og til dæmis auka blóðflæði, lækka blóðþrýsting, hreinsandi fyrir lifrina og stuðla að auknu úthaldi við æfingar.

Appelsínur eru m.a. þekktar fyrir að vera ríkar af C-vítamíni og gulrætur ríkar af A-vítamíni. Bananar eru ríkir af góðum steinefnum svo sem magnesium. Engiferið er svo eflaust þekktast fyrir að minnka bólgur í líkamanum

Þessi smoothie er frekar þykkur en ef þið viljið þá getiði bætt klökum eða köldu vatni (u.þ.b. 1 dl) til að fá hann þynnri.

Uppskrift og myndir frá Lindu Ben.

Innihaldsefni

Aðferð

Verði þér að góðu!

aðrar uppskriftir