Skip to content Skip to footer

unnið úr höfrum

VEGAN MJÓLKURVÖRUR

afhverju framleiðum
við vegan vörur?

Við erum sífellt að leita leiða til þess að breikka og bæta úrvalið og koma þannig til móts við neytendur og nýja tíma.

Við hjá Veru viljum bjóða upp á aukið úrval í vegan matvælum en eftirspurn eftir slíkum vörum hefur aukist umtalsvert á undanförnum árum. Markmiðið okkar er að þeir sem af einni eða annarri ástæðu neyta ekki hefðbundinna mjólkurvara sem unnar eru úr kúamjólk standi einnig til boða bragðgóð gæðavara sem er ekki uppfull af bindi- og aukaefnum. Þannig viljum við gera okkar besta til að gera fjölskyldunni kleift að sitja öll við sama borð, óháð óþoli, ofnæmi eða lífstíl og njóta þess að gæða sér á bragðgóðu jógúrti eða skyri.

UMHVERFISSTEFNA

endurvinnum fyrir
umhverfið

Okkur hjá Veru er annt um umhverfið sem við eigum öll saman og leggjum ríka áherslu á að vernda það eftir bestu getu.

Því erum við stolt af því að allar okkar vörur eru í endurvinnanlegum umbúðum.

eftirlætis uppskriftir