Skip to content Skip to footer

Bláberja og kókos chiagrautur

Þessi bláberja og kókos chiagrautur hentar mjög vel sem morgunmatur eða hádegismatur. Ég elska að gera mér þennan chia graut því hann er mjög einfaldur og bragðgóður.
Ég fæ mér mjög oft chiagraut á daginn og hefur þessi uppskrift þróast hjá mér með tímanum og ég alveg elska þessa útgáfu, fæ bara ekki leið.

Ég fíla chia grauta í blautari kantinum en samt sem heldur vel lögun, sem þýðir að mér finnst best að leyfa chia fræjunum og höfrunum að draga í sig mikið vatn áður en ég blanda öðru í grautinn. Þannig er hann rakamikill en helst vel saman. Það er mjög mikilvægt að leyfa vatninu að fara alveg inn í fræin og hafrana áður en jógúrtinu er bætt út á því annars getur hann verið of blautur. Mér hefur fundist nóg að bíða í u.þ.b. 10 mín.

Hafrajógúrtið með vanillu og kókos frá Veru er í miklu uppáhaldi hjá mér og elska ég að bæta því út á þennan graut, smellpassar með bláberjunum, kanilnum og ristuðu kókosflögunum.

Uppskrift og myndir frá Lindu Ben.

Innihaldsefni

Aðferð

Verði þér að góðu!

aðrar uppskriftir