Hér höfum við tveggja hæða vegan vanilluköku sem er einstaklega ljúffeng en á milli lagana er settur ástríðuávöxtur sem kemur alveg svakalega vel út. Ef þið viljið þá er líka hægt að setja ástríðuávöxtinn út í kremið og hræra honum saman við.
Uppskrift og myndir frá Lindu Ben.
350 g hveiti
300 g sykur
2 tsk matarsódi
1 ½ tsk lyftiduft
½ tsk salt
4 ½ dl hafrajógúrt með vanillu og kókos
1 ½ dl bragðlítil olía
1 msk vanilludropar
1 ½ msk eplaedik
350 g vegan smjör
500 g flórsykur
2 msk síróp
3 ástríðuávextir