Ég er búin að vera prófa mig áfram með heimatilbúið granóla og er á því að ég sé búin að mastera það núna! Að minnsta kosti hef ég aldrei fengið jafn mikið af hrósum fyrir granóla og þetta.
Það er svo bragðgott, fullkomlega stökkt og síðast en ekki síst troðfullt af allskonar hollum innihaldsefnum sem næra líkamann og sál.
Fullkomið til að njóta með uppáhalds skyrinu eða jógúrtinu.
Uppskrift og myndir frá Lindu Ben.
300 g hafrar
50 g möndlur
50 g pekan hnetur
50 g graskersfræ
70 g kókosflögur
2 tsk kanill
1/2 tsk salt
1 dl hlynsíróp
110 g brædd kókosolía
1 tsk vanilludropar
1 eggjahvíta
50 g goji ber
70 g saxaðar döðlur