Smákökur með dökku súkkulaði og pekanhnetum fyrir alla hvort sem þeir eru vegan, með mjólkur og eggja ofnæmi sem og alla hina.
Það getur verið erfitt að finna mjólkur og eggjalausar smákökur sem bragðast vel, eru stökkar að utan og mjúkar að innan, en þú hefur heppnina algjörlega með þér núna því þessar smákökur eru einmitt þannig.
Uppskrift og myndir frá Lindu Ben.
150 g hveiti
1/2 tsk matarsódi
60 g sykur
60 g púðursykur
4 msk vegan smjör (ég nota þetta í svörtu umbúðunum)
4 msk Jóla hafrajógúrt með bökuðum eplum og kanil frá Veru Örnudóttir
100 g 70% suðusúkkulaði
30 g saxaðar pekanhnetur
Sjávarsalt