Sætkartöflu og mangó grænmetisréttur með kryddaðri vegan skyrsósu er próteinríkur og næringarríkur grænmetisréttur. Hann er afskaplega einfaldur en hann inniheldur sætar kartöflur, svartar baunir, mangó og kóríander. Svo er sósan útbúin úr hafraskyrinu frá Veru með lime og kókos bragðinu. Maður blandar sriracha sósu saman við skyrið og kryddum, hellir sósunni svo yfir grænmetið og er þannig kominn með gómsæta máltíð með lítilli fyrirhöfn.
Uppskrift og myndir frá Lindu Ben
Sósan:
1 dós kókos og lime skyr
1 tsk paprikukrydd
1/4 tsk turmerik
1/2 msk sriracha sósa
Sætkartöflu og mangó grænmetisréttur:
1 sæt kartafla
1 msk ólífu olía
Sjávarsalt
1 dós svartar baunir
Pipar
1/4 tsk cumin krydd
1/4 tsk paprikukrydd
kóríander
mangó
Sósan:
1. Setjið öll innihaldsefnin í skál og blandið öllu saman.
Sætkartöflu og mangó grænmetisréttur:
1. Kveikið á ofninum og stillið á 200°C, undir og yfir hita.
2. Skerið sætar kartöflur niður í bita. Raðið þeim á smjörpappírsklædda ofnplötu og dreifið olífuolíu og sjávarsalti yfir. Bakið í 15 mín.
3. færið sætukartöflurnar til á plötunni þannig að það myndist pláss á plötunni.
4. Skolið svörtu baunirnar vel í sigti og setjið þær svo á ofnplötuna. Bætið smá olíu á baunirnar, kryddið með pipar, cumin og papriku, setjið örlítið meira salt og veltið þeim. Bakið áfram í u.þ.b. 10 mín eða þar til sætu kartöflurnar eru bakaðar í gegn.
5. Setjið sætu kartöflurnar og baunirnar í frekar stóra skál, skerið mangóið í bita og saxið kóríanderið, blandið öllu saman í skálinni.
6. Bætið helmingnum af sósunni yfir og blandið saman.
7. Berið fram með restinni af sósunni.