Skip to content Skip to footer

Próteinríkur bleikur límónu smoothie

Þessi próteinríki bleiki límonaði smoothie er með þeim betri sem ég fæ. Áferðin er silkimjúk og hæfilega þykk. Drykkurinn er sætur og súr á sama tíma, algjörlega ómótstæðilegur.

Hann inniheldur hafraskyr frá Veru og er því án mjólkurvara og er vegan, það er próteinríkt og gefur drykknum gott bragð og mjúka áferð. Hann inniheldur einnig frosinn banana, frosin hindber, kasjúhnetur og sítrónusafa.

Það er mjög sniðugt að setja banana sem eru við það að verða ofþroskaðir í fyrsti. Maður þarf bara að muna að taka þá úr hýðinu fyrst og brjóta þá aðeins niður. Ég set þá yfirleitt box en það er líka hægt að nota frystipoka. Frosnir bananar eru algjört lostæti í smoothie-a og maður kemur í veg fyrir matarsóun með því að nýta þá á þennan hátt.

Uppskrift og myndir frá Lindu Ben.

Innihaldsefni

Aðferð

Verði þér að góðu!

aðrar uppskriftir