Skip to content Skip to footer

Papaya skyrskálar

Ég er búin að vera rekast á papya í búðum undanfarið en þetta er alveg dásamlega góður ávöxtur, minnir mig bæði á mangó og gula melónu.

Það er æðislega gott að setja hafraskyr í papya, toppa með ávöxtum, berjum, múslí og möndlusmjöri. Þetta er algjör lúxus morgunmatur, hádegismatur eða sem millimáltíð seinnipartinn.

Uppskriftin miðast við tvær papya skálar sem eru úr einum papya ávöxti. Ef þú vilt gera eina papya skyrskál þá pakkar þú öðrum helmingnum af papyanu vel inn t.d. í filmu og geymir inn í ísskáp, það geymist vel þannig í nokkra daga.

Gjörsamlega stútfullt af góðum næringarefnum, trefjum, andoxurnarefnum, vítamínum, steinefnum og öllu þessu góða sem við viljum næra líkamann okkar með.

Uppskrift og myndir frá Lindu Ben.

Innihaldsefni

Aðferð

Verði þér að góðu!

aðrar uppskriftir