Skip to content Skip to footer

Matcha skyrskál

Hér höfum við rosalega góða matcha skyrskál. Matcha er te sem er algjör ofurfæða. Matcha er rík uppspretta af andoxunarefnum og er allra meina bót.

Ég verð þó að viðurkenna að mér finnst það ekkert rosalega bragðgott svona eitt og sér. Ég reyni að fá mér matcha te inn á milli, en mér finnst miklu skemmtilegra að nota það í mat þar sem ég get svolítið dulbúið það og dregið fram bestu hliðar matcha tesins.

Það er til dæmis frábær leið til að borða meira matcha að setja það í skyr og jógúrt.

Hér setti ég það í hafraskyr með jarðaberjum frá Veru, bætti við örlitlu hunangi til að fá meiri sætu og það var algjört lostæti.

Svo til að gera skyrið ennþá matarmeira og næringarríkara er gott að bera það fram með blautum chia fræjum, granóla, berjum og möndlusmjöri.

Uppskrift og myndir frá Lindu Ben.

Innihaldsefni

Aðferð

Verði þér að góðu!

aðrar uppskriftir