Hér höfum við svo einfaldan og ljúffengan kaldan hafragraut sem nærir okkur vel og heldur okkur söddum lengi. Hann inniheldur jóla hfrajógúrtið góða frá Veru sem er einstaklega vel heppnað.
Hafragrauturinn innheldur góð fræ og auðvitað hafra sem gefur okkur helling af vítamínum og steinefnum. Gott er að toppa grautinn með smá granóla.
Uppskrift og myndir frá Lindu Ben.
50 g hafrar
230 g jóla hafrajógúrt með eplum og kanil frá Veru Örnudóttir
1 tsk vanilludropar
1 tsk dökkt agave síróp
1/2 msk sólblómafræ
1/2 msk hörfræ
1 msk kókosflögur
1/2 – 1 dl vatn
2 msk granóla (til dæmis þetta)
Piparkaka sem skraut (má sleppa)