Skip to content Skip to footer

Hindberja og súkkulaði skonsur

Hindberja og súkkulaði skonsur eru 1000asta uppskriftin inn á lindaben.is!

Ég þurfti alveg að double tékka áður en ég póstaði þessu til að vera viss um að þetta væri örugglega rétt.

Mér finnst svo stutt síðan ég byrjaði með þessa uppskriftasíðu. Þá með stóra drauma um að reka góða síðu sem gagnaðist fólki vel, á sama tíma og hún myndi gleðja augað. Mér finnst því hálf ótrúlegt að það sé komið að þessum stóra áfanga.

Ég vildi að 1000asta uppskriftin væri alveg í mínum anda. Bragðgóð, einföld, svolítið djúsí, nokkuð fljótleg og auðvitað gleðja augað líka í leiðinni.

Þess vegna deili ég með ykkur þessum hindberja og súkkulaði skonsum sem uppfylla allt þetta, en þar að auki eru þær ofnæmisvænar þar sem þær innihalda engin egg né mjólkurvörur og eru því vegan. Það geta því flest allir notið þess að fá sér hindberja og súkkulaðiskonsur að tilefni þessa áfanga.

Núna þegar uppskriftirnar eru orðnar þetta margar, væri gaman að heyra hvaða uppskrift er mest í uppáhaldi hjá þér. Eða ef þér langar að segja mér hvernig uppskriftir þú værir til að sjá meira af, þá myndi ég vera svo þakklát.

Njótið vel!

Uppskrift og myndir frá Lindu Ben.

Innihaldsefni

Aðferð

Verði þér að góðu!

aðrar uppskriftir