Hér höfum við alveg dásamlega góða hindberjahafraböku sem inniheldur engan sykur, egg eða mjólk og er vegan.
Þessi baka er einstaklega mjúk og ljúffeng. Þessa böku má algjörlega flokka sem hollustubakstur sem maður getur því notið með góðri samvisku hvenær sem er dags. Bakan hentar mjög vel til dæmis sem morgunmatur og er gullfalleg á brunchborðið.
Uppskrift og myndir frá Lindu Ben.
200 g frosin hindber
1 tsk maís sterkja (maizenamjöl)
2 msk hörfræ
1/2 dl vatn
130 g haframjöl (50/50 grófir hafrar og fínir)
2 tsk lyftiduft
Safi og börkur af 1 sítrónu
70 g möndlusmjör
2 msk hunang
450 g hafraskyr með jarðaberjum frá Veru Örnudóttir (3 dósir, 2 dósir settar í deigið, 1 dós notuð ofan á bökuðu kökuna)
100 g fersk hindber