Hér höfum við frosna súkkulaðihjúpaða skyr og bananabita sem eru svo góðir!
Maður byrjar á því að skera bananann í bita og blanda saman við þá góðu skyri, ég valdi nýja hafraskyrið frá Veru Örnudóttir sem er með appelsínu og engiferbragðinu. Svo smellir maður blönduni í bita á smjörpappír, hver biti er u.þ.b. 1 msk, og setur í frysti. Svo hjúpar maður bitana í dökku súkkulaði.
Bitarnir geymast best í frysti, þeir eru góðir bæði beint úr frystinum en það er líka mjög gott að leyfa þeim að standa við stofuhita í u.þ.b. 30 mín til að fá þá mjúka.
Uppskrift og myndir frá Lindu Ben.
150 g hafraskyr með appelsínu og engifer frá Veru Örnudóttir
1 banani
200 g 70% súkkulaði