Skip to content Skip to footer

Hollt bananasplitt

Hér höfum við bananasplitt sem ég fæ mér reglulega í morgunmat. Það er afar hollt, inniheldur fullt af vítamínum, steinefnum, andoxunarefnum og öðru góðgæti. Það gefur mér góða orku á morgnanna til að takast á við daginn.

Ég byrja á því að skera banana í tvennt og setja á disk. Svo set ég hafra skyr með jarðaberjabragði yfir og toppa það svo með hampfræjum og berjum. Ég set þá þau ber sem ég á til heima, stundum nota ég einfaldlega bara frosin hindber sem kemur ótrúlega vel út en ég leyfi þeim þá aðeins að þiðna áður en ég set þau yfir.

Uppskrift og myndir frá Lindu Ben.

Innihaldsefni

Aðferð

Verði þér að góðu!

aðrar uppskriftir